ÆFÐU TIL AÐ VERÐA BETRI
Tækniþjálfun Gylfa Sig býður fótboltafólki framtíðar upp á framúrskarandi þjálfun við bestu aðstæður, þar sem hver leikmaður fær þá athygli sem þarf til að taka framförum.
Markmið þjálfunarinnar er að bæta tæknilega getu leikmanna og veita þeim þá athygli sem þarf til að taka framförum. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því byrjendum, jafnt sem lengra komnum.
Yfir 900 leikmenn hafa æft hjá okkur frá stofnun. Takmörkuð pláss eru boði til að tryggja gæði þjálfunar.
HUGMYNDAFRÆÐIN OKKAR









YFIRÞJÁLFARAR

Gylfi Þór
Gylfi er markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi og á að baki 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað eða lagt upp 119 mörk. Á seinni stigum ferilsins vill Gylfi miðla gríðarlegri reynslu sinni til framtíðarleikmanna landsins.
Ingólfur
Ingólfur var efnilegur leikmaður og lék sem atvinnumaður í Danmörku og Hollandi, auk þess að vera lykilmaður í yngri landsliðum Íslands. Ingólfur hefur þjálfað í öllum flokkum síðasta áratuginn.

