Æfðu til að verða betri

Tækniþjálfun Gylfa Sig

Tækniþjálfun Gylfa Sig býður fótboltafólki framtíðar upp á framúrskarandi þjálfun við bestu aðstæður, þar sem hver leikmaður fær þá athygli sem þarf til að taka framförum.

Markmið þjálfunarinnar er að bæta tæknilega getu leikmanna og veita þeim þá athygli sem þarf til að taka framförum. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því byrjendum, jafnt fyrir þau sem eru lengra komin.

Yfir 200 leikmenn hafa æft hjá okkur frá stofnun haustið 2023. Takmörkuð pláss eru í þjálfunina til að tryggja gæði þjálfunar.

Hugmyndafræðin okkar

Skemmtun

Við viljum að leikmenn njóti þess að æfa og komi glaðir af æfingu.

Gæði

Gæði þjálfunar skiptir höfuðmáli. Ítarleg þjálfun og jákvæð og uppbyggjandi endurgjöf er lykill í okkar nálgun.

Athygli

Einstaklingurinn skiptir máli. Við viljum að hver leikmaður fái athyglina sem þarf til að verða betri.

Framfarir

Við æfum til þess að verða betri. Með góðri ástundun og áhuga verðum við betri.

Liðið okkar

Jón Tryggvi Arason

framkvæmdarstjóri

Gylfi Þór Sigurðsson

aðalþjálfari

Ingólfur Sigurðsson

aðalþjálfari

Viktor Illugason

aðalþjálfari

Umsagnir

Tækniþjálfun

„Sonur minn hefur farið á tvö námskeið og er í skýjunum. Frábært fyrir ungt knattspyrnufólk sem er tilbúið að leggja meira á sig til að verða betra í íþróttinni.“

Sóli Hólm, foreldri í 5 fl.

„Strákurinn okkar hefur verið í Tækniþjálfun í allan vetur og hefur tekið miklum framförum. Svo er líka bara svo gaman. Við mælum hiklaust með!“

Sveinbjörg og Sigurður Óli, foreldrar í 5 fl.

„Tækniþjálfunin er frábær viðbót við æfingar hjá félögunum. Synir okkar eru hæstánægðir og við foreldrarnir líka.“  

Magnús Geir Þórðarson, foreldri í 5. og 6. fl.