ÆFÐU TIL AÐ VERÐA BETRI

Tækniþjálfun Gylfa Sig býður fótboltafólki framtíðar upp á framúrskarandi þjálfun við bestu aðstæður, þar sem hver leikmaður fær þá athygli sem þarf til að taka framförum.

Markmið þjálfunarinnar er að bæta tæknilega getu leikmanna og veita þeim þá athygli sem þarf til að taka framförum. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því byrjendum, jafnt sem lengra komnum.

Yfir 800 leikmenn hafa æft hjá okkur frá stofnun. Takmörkuð pláss eru boði til að tryggja gæði þjálfunar.

HUGMYNDAFRÆÐIN OKKAR

SKEMMTUN

Við viljum að leikmenn njóti þess að æfa og komi glaðir af æfingu.

GÆÐI

Gæði þjálfunar skiptir höfuðmáli. Ítarleg þjálfun og jákvæð og uppbyggjandi endurgjöf er lykill í okkar nálgun.

ATHYGLI

Einstaklingurinn skiptir máli. Við viljum að hver leikmaður fái athyglina sem þarf til að verða betri.

FRAMFARIR

Við æfum til þess að verða betri. Með góðri ástundun og áhuga verðum við betri.

Gjafakort

Gjafakort í Tækniþjálfun Gylfa Sig er frábær jólagjöf fyrir alla áhugasama leikmenn!

YFIRÞJÁLFARAR

Gylfi Þór

Gylfi er markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi og á að baki 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað eða lagt upp 119 mörk. Á seinni stigum ferilsins vill Gylfi miðla gríðarlegri reynslu sinni til framtíðarleikmanna landsins.

Ingólfur

Ingólfur var efnilegur leikmaður og lék sem atvinnumaður í Danmörku og Hollandi, auk þess að vera lykilmaður í yngri landsliðum Íslands. Ingólfur hefur þjálfað í öllum flokkum síðasta áratuginn.

Vilhjálmur Kári

Vilhjálmur Kári er með 30 ára reynslu af þjálfun karla og kvenna. Vilhjálmur er menntaður grunnskólakennari með KSÍ A þjálfaragráðu og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað hjá Breiðabliki, FH, Val, auk KSÍ sem leiðbeinandi og aðstoðarþjálfari U17 ára landsliðs kvenna.

MEÐMÆLI

Dóttir okkar byrjaði í Tækniþjálfun fyrir ári síðan. Hún hefur tekið miklum framförum síðan hún byrjaði. Hún hlakkar alltaf mjög mikið til að mæta og hrósar þjálfurunum sérstaklega hvað þeir eru jákvæðir og skemmtilegir.

Eyrún, foreldri í 4. flokki

„Strákurinn okkar hefur verið í Tækniþjálfun í allan vetur og hefur tekið miklum framförum. Svo er líka bara svo gaman. Við mælum hiklaust með!“

Sveinbjörg og Sigurður, foreldrar í 4. fl.

„Tækniþjálfun er frábær viðbót við æfingar hjá félögunum. Synir okkar eru hæstánægðir og við foreldrarnir líka.“

Magnús Geir Þórðarson, foreldri í 5. fl.

„Sonur minn hefur farið á tvö námskeið og er í skýjunum. Frábært fyrir ungt knattspyrnufólk sem er tilbúið að leggja meira á sig til að verða betri í íþróttinni.“

Sóli Hólm, foreldri í 5. fl.

„Sonur okkar hefur verið hjá Tækniþjálfun frá upphafi. Það er skemmst frá því að segja að hann hefur tekið miklum framförum í leikni með boltann þannig að eftir er tekið. Við mælum eindregið með Tækniþjálfun.“

Ása og Björn, foreldrar í 5. fl.

„Sonur okkar hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Æfingarnar eru vel skipulagðar og þjálfunin persónuleg. Hann hlakkar alltaf til að mæta á æfingar.“

Tanja og Gunnar, foreldrar í 6. fl.

SAMSTARFSAÐILAR