UM OKKUR
Eigendur Tækniþjálfunar Gylfa Sig eru Gylfi Þór Sigurðsson og Ingólfur Sigurðsson. Tækniþjálfun Gylfa Sig er fyrir leikmenn á aldrinum 6-16 ára sem hafa áhuga á að æfa meira og taka enn meiri framförum.
Gylfi Þór og Ingólfur mótuðu hugmyndafræði þjálfunarinnar og skipuleggja allar æfingar. Mikil áhersla er lögð á að þjálfunin fari fram í litlum hópum í jákvæðu og hvetjandi umhverfi.
Þjálfunin varð til þegar Gylfi Þór Sigurðsson og Ingólfur Sigurðsson fengu þá hugmynd að bjóða leikmönnum í yngri flokkum upp á einstaklingsmiðaðar æfingar þar sem markmiðið væri að bæta tæknilega getu.
Þeir félagar fluttu erlendis á unglingsaldri til þess að leika sem atvinnumenn og upplifðu þar á eigin skinni hversu mikil áhersla var lögð á tæknilega þjálfun. Þeir sáu mikið tækifæri í því að bjóða leikmönnum á Íslandi upp á slíka þjálfun.
Yfir 800 leikmenn hafa mætt á æfingar Tækniþjálfunar Gylfa Sig