SKILMÁLAR

Með kaupum á knattspyrnunámskeiði Tækniþjálfunar Gylfa Sig samþykkir iðkandi skilmála þessa. Skilmálar þessir fela í sér samning á milli Tækniþjálfunar Gylfa Sig og iðkanda um þjálfun á þeim forsendum sem hér koma fram.

Markmið þjálfunarinnar er bæta tæknilega getu iðkanda og veita honum þá athygli sem hann þarf til að taka framförum. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og er ætluð byrjendum, jafnt sem lengra komnum.  

Upplýsingar um æfingatíma og staðsetningu æfinga eru veittar í gegnum íþróttaforritið Abler. Tækniþjálfun Gylfa Sig áskilur sér allan rétt til að gera breytingar á æfingatíma og/eða staðsetningu æfinga. Þá áskilur Tækniþjálfun Gylfa Sig sér allan rétt til að aflýsa æfingum sökum ófyrirsjáanlegra aðstæðna og/eða atvika. Allar upplýsingar um slík tilvik verða tilkynnt í gegnum Abler með eins miklum fyrirvara og unnt er hverju sinni. Það er á ábyrgð iðkanda að fylgjast með og kynna sér allar upplýsingar sem birtar eru á Abler. 

Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki verið viðstaddur allar æfingar á vegum Tækniþjálfunar Gylfa Sig sökum eigin leikja og æfinga með félagsliði og/eða landsliði. Auk Gylfa Þórs, starfa framúrskarandi þjálfarar hjá Tækniþjálfun Gylfa Sig sem munu leitast eftir því að bjóða iðkanda upp á æfingar í hæsta gæðaflokki.

Tækniþjálfun Gylfa Sig ábyrgist hvorki slys né annars konar meiðsli sem iðkandi kann að verða fyrir á æfingum. Þá ber Tækniþjálfun Gylfa Sig ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á æfingafatnaði og/eða búnaði iðkanda. Þátttaka iðkanda í þjálfuninnni er alfarið á hans eigin ábyrgð. 

Iðkanda er óheimilt að mæta með öðrum hópi en þeim sem honum er úthlutaður af þjálfurum námskeiðsins. Þá er iðkanda óheimilt að senda staðgengil í sinn stað eða framselja sæti sitt til annars einstaklings. Skráning í þjálfunina er bundin nafni þess sem hyggst nýta sér þjálfunina og eru nafnabreytingar jafnframt óheimilar.    

Þátttökugjald er innheimt óháð æfingasókn og fæst ekki endurgreitt, nema í þeim tilvikum er iðkandi getur sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir langvarandi og alvarlegum meiðslum eða veikindum. Einungis læknisvottorð verða lögð til grundvallar því til staðfestingar. Í slíkum tilvikum getur iðkandi átt rétt á endurgreiðslu sem nemur þeim æfingum sem hann getur ekki nýtt. 

Þátttökugjald skal greitt af iðkanda áður en fyrsta æfings hvers námskeiðs hefst. Hafi þátttökugjald ekki verið greitt við fyrstu æfingu, áskilur Tækniþjálfun Gylfa Sig sér rétt til þess að meina iðkanda frá þátttöku á viðkomandi námskeiði.  

Með þátttöku sinni á námskeiði veitir iðkandi Tækniþjálfun Gylfa Sig samþykki sitt fyrir því að myndefni sé tekið af æfingum í markaðslegum tilgangi. Tækniþjálfun Gylfa Sig áskilur sér allan rétt til að birta myndir og myndbönd af æfingum á samfélagsmiðlum þess. Við varðveislu og meðhöndlun þessa myndefnis gætir Tækniþjálfun Gylfa Sig ávallt fyllsta öryggis enda er myndefnið einungis notað í markaðslegum tilgangi. Iðkandi eða forráðamaður hans getur þó óskað eftir því að vera undanskilinn öllum myndbirtingum með tölvupósti á info@taeknithjalfun.is.

Iðkandi er skuldbundinn samkvæmt skilmálum þessum fram að þeim tíma er þjálfun er lokið.

Ef misræmi er á milli skilmála þessara og auglýsinga á vegum Tækniþjálfunar Gylfa Sig, þá gilda skilmálar þessir framar auglýstu efni. 

Tækniþjálfun Gylfa Sig
GSIS sf.
Kt.: 450724-0330
Netfang: info@taeknithjalfun.is