HEIMSÓKNIR

Við erum opnir fyrir því að heimsækja félagslið eða sveitarfélög á landsbyggðinni. Áhugasömum er velkomið að senda okkur tölvupóst hér að neðan.

Í október 2024 heimsóttum við Ólafsvík þar sem við héldum þriggja daga námskeið. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu, en í kringum 100 iðkendur mættu. Á námskeiðinu var iðkendum kynnt hugmyndafræði þjálfunarinnar með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Heimsóknin var vel heppnuð, en allir sem sóttu það voru leystir út með gjöf, auk þess að fá tækifæri að mynda sig með Gylfa og fá áritanir.

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.