Algengar spurningar

Æfingar

Æfingarnar eru í Kórnum í Kópavogi.

Hver æfing er 45 mínútur. Hver mínúta er skipulögð, því við viljum hámarka þann tíma sem við erum saman á æfingum. Við viljum hafa tempó á æfingunum okkar.

Allir leikmenn koma með eigin bolta á æfingar og þá er gott að taka með vatnsbrúsa til þess að hafa á æfingasvæðinu, því við gefum stuttar vatnspásur ef þarf. Þá er ætlast til þess að leikmenn mæti í æfingasettinu okkar.

Já, aðstandendur eru velkomnir að horfa á æfingar úr stúkunni. Það er ekki leyfilegt að horfa á æfingar af hliðarlínunni eða á sjálfum gervigrasvellinum.

Það er ekki hægt að prófa æfingu undir neinum kringumstæðum. Eins er óleyfilegt að bjóða vini með á námskeiðið sem ekki er skráður.

Annað

Gylfi er yfirþjálfari og skipuleggur allar æfingar. Gylfi mætir á allar æfingar svo framarlega sem hann er ekki að æfa eða spila með félagsliði eða landsliði.

Leikmenn sem eru skráðir alla önnina fá innifalið æfingasett (treyja og stuttbuxur) frá H-verslun. Leikmenn sem koma á mánaðarnámskeið fá 15% afslátt af æfingafötum í H-verslun. 

Allir leikmenn sem koma í þjálfun fá miða sem veitir 15% afslátt af takkaskóm og boltum í H-verslun.

Leikmenn sem eru skráðir alla önnina fá forgang á skráningu í önnur námskeið eða viðburði á vegum okkar.

Æfingafötin okkar má nálgast í H-verslun á Bíldshöfða 9. Við ætlumst til þess að leikmenn mæti á æfingar í æfingasettinu okkar.

Já það er 10% systkinaafsláttur sem reiknast sjálfkrafa þegar greitt er fyrir námskeið.

Allir á aldrinum 6-16 ára geta skráð sig. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar því byrjendum, jafnt fyrir þá leikmenn sem eru lengra komnir. Við pössum upp á að allir fái verkefni við hæfi.