SKRÁNING

Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og á að baki 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað eða lagt upp 119 mörk. Á seinni stigum ferilsins vill Gylfi miðla gríðarlegri reynslu sinni til framtíðarleikmanna landsins.

Ingólfur Sigurðsson

Ingólfur var efnilegur leikmaður og lék sem atvinnumaður í Danmörku og Hollandi, auk þess að vera lykilmaður í yngri landsliðum Íslands. Ingólfur hefur þjálfað í öllum flokkum síðasta áratuginn.

Vilhjálmur Kári

Vilhjálmur Kári er með 30 ára reynslu af þjálfun karla og kvenna. Vilhjálmur er menntaður grunnskólakennari með KSÍ A þjálfaragráðu og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað hjá Breiðabliki, FH, Val, auk KSÍ sem leiðbeinandi og aðstoðarþjálfari U17 ára landsliðs kvenna.

Hákon Sverrisson

Hákon er með KSÍ A-þjálfaragráðu og starfaði við þjálfun í tæp 30 ár hjá Breiðablik. Hákon var einnig yfirþjálfari Breiðabliks frá 2016 til 2024. Þá hefur Hákon starfað við kennslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ

Úlfar Hinriksson

Úlfar er með UEFA A-þjálfararéttindi, auk UEFA Elite Youth, sem stendur fyrir afreksþjálfun unglinga. Úlfar hefur þjálfað hjá Breiðabliki og KR, ásamt því að hafa þjálfað yngri landslið kvenna. Undanfarinn áratug hefur hann verið sviðsstjóri afrekssviðs hjá Breiðabliki.

Björn Henry Kristjánsson
Daníela Hjördís Magnúsdóttir
Einar Björn Ragnarsson
Guyon Philips
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Kolbrún Arna Káradóttir
Magni Jóhannes Þrastarson